Ferill 371. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 603 – 371. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um fjáröflun til vegagerðar, nr. 3/1987, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, VS, SP, PHB, EOK).



1. gr.

    Í stað orðanna „Af bifreiðum, sem ekið er gegn gjaldi samkvæmt löggiltum mælum, skal árgjaldið vera 30% hærra en að framan greinir“ í A-lið 4. gr. laganna kemur: Af bifreiðum sem ekið er gegn gjaldi samkvæmt löggiltum mælum og sendi- og hópbifreiðum, sem nýttar eru í atvinnurekstri, skal árgjaldið vera 25% hærra en að framan greinir. Ákvæðið tekur þó aðeins til þeirra sendibifreiða sem notið hafa innskattsfrádráttar á virðisaukaskatti.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.

Greinargerð.


    Í áliti samkeppnisráðs nr. 4/1997 frá 1. september 1997 var til skoðunar erindi Frama, bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra, Trausta, félags sendibifreiðastjóra, og Landssam bands vörubifreiðastjóra um það hvort tilteknar málsgreinar 4. gr. laga nr. 3/1987, um fjár öflun til vegagerðar, með síðari breytingum, væru í anda samkeppnislaga. Ákvæðin fela m.a. í sér 30% álag á þungaskatt á bifreiðar sem aka gegn gjaldi samkvæmt löggiltum gjald mælum. Niðurstaða samkeppnisráðs var sú að ákvæðið óbreytt mismuni atvinnubifreiða stjórum og raski innbyrðis samkeppnisstöðu þeirra.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að í stað þess að einungis þær bifreiðar sem aka gegn gjaldi samkvæmt löggiltum gjaldmæli greiði 30% álag á þungaskattinn skuli greitt árgjald sem er 25% hærra en getið er um í 1. mgr. 4. gr. laganna bæði af framangreindum bifreiðum og sendi- og hópbifreiðum sem nýttar eru í atvinnurekstri. Ákvæðið tekur þó aðeins til þeirra sendibifreiða sem notið hafa innskattsfrádráttar á virðisaukaskatti. Í áliti samkeppnisráðs var einnig talið að ákvæði 4. gr. laganna um umtalsverða lækkun þungaskatts eftir því hve bifreiðum er mikið ekið dragi úr samkeppnishæfni sambærilegra atvinnubifreiða til að þjóna sama markaði. Ekki er hér lögð til breyting á því ákvæði að svo stöddu, en gjaldárið miðast við 10. október ár hvert.
    Heildartekjur af 30% föstu gjaldi eru um það bil 21 millj. kr. en það tekur til 570 öku tækja. Með því að lækka gjaldið í 25% og láta það ná yfir allar framangreindar atvinnu bifreiðar verða tekjur ríkissjóðs af gjaldinu tæpar 29 millj. kr.





Prentað upp á ný.